Fundargerð 125. þingi, 52. fundi, boðaður 1999-12-21 23:59, stóð 21:38:20 til 22:00:29 gert 22 8:23
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

52. FUNDUR

þriðjudaginn 21. des.,

að loknum 51. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[21:39]


Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórnarnefnd ríkisspítalanna til fjögurra ára, frá 22. desember 1999, skv. 30. gr. laga nr. 97 28. desember 1990, um heilbrigðisþjónustu.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Thomas Möller framkvæmdastjóri (A),

Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri (B),

Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur (A),

Pálmi Ragnar Pálmason verkfræðingur (A).

Varamenn:

Sigríður Finsen hagfræðingur (A),

Ari Skúlason framkvæmdastjóri (B),

Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur (A),

Einar Skúlason tölvunarfræðingur (A).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára, frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2001, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Ólafur Oddsson menntaskólakennari (A),

Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðumaður (B),

Magdalena Sigurðardóttir skólafulltrúi (A).

Varamenn:

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kennari (A),

Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður (B),

Ólafía Ingólfsdóttir skrifstofumaður (A).


Kosning eins aðalmanns í útvarpsréttarnefnd, í stað Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, til 31. desember 2001, sbr. 2. gr. útvarpslaga, nr. 68 27. júní 1985.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Kristín Pétursdóttir lögfræðingur.


Aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa, frh. síðari umr.

Stjtill., 112. mál. --- Þskj. 122, nál. 327.

[21:43]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 544).


Skipulags- og byggingarlög, 3. umr.

Frv. umhvn., 276. mál (deiliskipulagsáætlanir o.fl.). --- Þskj. 390.

Enginn tók til máls.

[21:44]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 545).


Reynslusveitarfélög, 3. umr.

Stjfrv., 109. mál (gildistími o.fl.). --- Þskj. 117, brtt. 454.

[21:44]

[21:50]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 546).


Tekjuskattur og eignarskattur, 3. umr.

Frv. efh.- og viðskn., 291. mál (ellilífeyrisgreiðslur, samsköttun félaga og ríkisverðbréf). --- Þskj. 476.

Enginn tók til máls.

[21:53]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 547).


Stjórnarráð Íslands, 3. umr.

Stjfrv., 160. mál (aðsetur ríkisstofnana). --- Þskj. 186.

Enginn tók til máls.

[21:53]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 548).


Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, 3. umr.

Stjfrv., 228. mál (gjald fyrir veiðikort). --- Þskj. 273.

Enginn tók til máls.

[21:54]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 549).


Frestun á fundum Alþingis.

Stjtill., 300. mál. --- Þskj. 517.

[21:55]

[21:55]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 550).


Jólakveðjur.

[21:56]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og farsæls árs. Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykv., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[21:58]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 1. febrúar 2000.

Fundi slitið kl. 22:00.

---------------